Brann sagt vera með Rúnar í sigtinu

Rúnar fagnar Íslandsmeistaratitlinum með lærisveinum sínum á Hlíðarenda í gærkvöld.
Rúnar fagnar Íslandsmeistaratitlinum með lærisveinum sínum á Hlíðarenda í gærkvöld. mbl.is/Hari

Norska úrvalsdeildarliðið Brann er sagt hafa áhuga á að fá Rúnar Kristinsson, þjálfara nýkrýndra Íslandsmeistara KR, til liðs við sig en þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Rúnar hefur náð frábærum árangri með KR-liðið en undir hans stjórn hefur liðið þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari; 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari jafn oft; 2011, 2012 og 2014.

Rúnar hefur reynt fyrir sér í þjálfun erlendis, fyrst hjá norska liðinu Lilleström og síðan hjá belgíska liðinu Lokeren en var látinn taka pokann sinn hjá báðum félögum. Hann sneri aftur til KR fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert