Færist FH nær Evrópusæti? - Mikið í húfi í Árbænum

Fylkismaðurinn Sam Hewson og Víkingurinn Guðmundur Andri Tryggvason í baráttu …
Fylkismaðurinn Sam Hewson og Víkingurinn Guðmundur Andri Tryggvason í baráttu um boltann. mbl.is/Arnþór Birkisson

20. umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með tveimur leikjum. FH og ÍBV mætast í Krikanum og í Árbænum eigast við Fylkir og nýkrýndir bikarmeistarar Víkings.

FH-ingar geta stigið stórt skref í átt að Evrópusæti með sigri gegn ÍBV í Kaplakrika. FH er í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig, er sex tveimur stigum á undan Stjörnunni. Með sigri á FH enn möguleika á að ná öðru sætinu en liðið er sex stigum á eftir Breiðabliki. ÍBV situr á botninum með 9 stig og mun enda í því sæti því liðið er tíu stigum á eftir Grindvíkingum.

Fylkir og Víkingur geta endanlega tryggt sæti sitt í deildinni en bæði lið eru með 25 stig. Sigurliðið í leiknum í kvöld tryggir öruggt sæti í deildinni og fer upp í fimmta sæti og á þar með enn möguleika á að ná þriðja sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppninni. Verði jafntefli niðurstaðan er ljóst að bæði lið halda sæti sínu í deildinni en möguleiki á Evrópusætinu frekar litlir.

Leikir kvöldsins:

16.45 FH - ÍBV
19.15 Fylkir - Víkingur

Báðirnir leikirnir verða í beinni textalýsingu hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert