Verður Martin markakóngur?

Gary Martin með boltann í leiknum gegn FH. Pétur Viðarsson …
Gary Martin með boltann í leiknum gegn FH. Pétur Viðarsson sækir að honum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gary Martin er kominn á fleygiferð í baráttuna um markakóngstitil úrvalsdeildar karla í fótbolta 2019 eftir að hafa skorað þrennu fyrir ÍBV í 6:4 ósigrinum gegn FH í gær.

Martin hefur því gert sjö mörk í síðustu fjórum leikjum ÍBV og samtals 11 mörk í deildinni en tvö þau fyrstu gerði hann fyrir Val í vor. Martin hefur því náð Hilmari Árna Halldórssyni sem er með 11 mörk fyrir Stjörnuna og er einu marki á eftir Thomas Mikkelsen sem er markahæstur í deildinni með 12 mörk fyrir Breiðablik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert