Ísland hefur alltaf unnið Andorra - Markatalan 16:0

Birkir Bjarnason með boltann í leiknum gegn Andorra í mars …
Birkir Bjarnason með boltann í leiknum gegn Andorra í mars en hann skoraði fyrra markið í 2:0 sigri Íslands. AFP

Ísland og Andorra eigast við í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 í kvöld.

Ísland og Andorra hafa mæst sex sinnum áður og hafa Íslendingar unnið allar viðureignir þjóðanna með samanlagðri markatölu 16:0.

Andorra vann sögulegan sigur á föstudagskvöldið en þá hafði liðið betur gegn Moldóvu 1:0. Þetta var fyrsti sigur Andorra í undankeppni EM frá upphafi en fyrir leikinn gegn Moldóvu hafði Andorra tapað öllum 56 leikjum sínum.

Leikir Íslands og Andorra

1999 Andorra - Ísland 0:2 (Eyjólfur Sverrisson, Steinar Adolfsson)

1999 Ísland - Andorra 3:0 (Þórður Guðjónsson, Hermann Hreiðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen)

2002 Ísland - Andorra 3:0 (Eiður Smári Guðjohnsen, Ríkharður Daðason 2)

2010 Ísland - Andorra 4:0 (Heiðar Helguson 2, Veigar Páll Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson)

2012 Andorra - Ísland 0:2 (Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Már Sigurjónsson)

2019 Andorra - Ísland 0:2 (Birkir Bjarnason, Viðar Örn Kjartansson)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert