Fetar í fótspor tvíburabróður síns

Andri Jónasson er orðinn leikmaður Þróttar Vogum.
Andri Jónasson er orðinn leikmaður Þróttar Vogum. Ljósmynd/Þróttur Vogum

Knattspyrnumaðurinn Andri Jónasson er genginn í raðir Þróttar í Vogum frá HK. Andri lék einn leik með HK í úrvalsdeildinni síðasta sumar.  

Andri, sem er 25 ára, lék með ÍR 2015 til 2018 og hefur hann einnig leikið með Fjarðabyggð. Alls hefur Andri skoraði 17 mörk í 74 leikjum í meistaraflokki. Hann á að baki 38 leiki í B-deild og 26 í C-deild. 

Fyrir hjá Þrótti er tvíburabróðir Andra, sóknarmaðurinn Brynjar Jónasson, en hann kom einmitt þangað frá HK fyrr í vikunni. Þeir léku saman með Fjarðabyggð á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki árið 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert