Andrea og Rósa í Þrótt

Rósa Pálsdóttir og Andrea Magnúsdóttir
Rósa Pálsdóttir og Andrea Magnúsdóttir Ljósmynd/Þróttur R.

Knattspyrnukonurnar Andrea Magnúsdóttir og Rósa Pálsdóttir hafa skrifað undir tveggja ára samninga við Þrótt Reykjavík. Þróttur leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir sigur í 1. deildinni á síðustu leiktíð. 

Andrea kemur til Þróttar frá ÍA þar sem hún var fastamaður í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Hún hefur skorað 33 mörk í 136 deildarleikjum með ÍA, ÍR og Fjarðabyggð. 

Rósa kemur frá Fjölni, en hún hefur skorað fimmtán mörk í 37 deildar- og bikarleikjum síðustu ár. 

„Það er gleðiefni fyrir Þrótt að fá tvo öfluga leikmenn til liðs við okkur í komandi baráttu í Pepsi Max-deildinni 2020," segir á Twitter-síðu Þróttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert