Stuðningsmaður KFR gerði Djemba Djemba tilboð

KFR.
KFR.

Stuðningsmaður knattspyrnuliðsins KFR gerði fyrrverandi leikmanni Manchester United, Eric Djemba Djemba, tilboð um að leika með liðinu og starfa hjá Sláturfélagi Suðurlands í gegnum samskiptamiðla. 

Stuðningsmaðurinn hefur hins vegar hvorki umboð til að bjóða leikmönnum samning fyrir hönd KFR né að bjóða mönnum starf hjá SS samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingu frá KFR sem leikur í 4. deildinni.

Yfirlýsingin er birt á netmiðlinum Fótbolti.net í dag.

Djemba Djemba er 38 ára gamall og á að baki 34 A-landsleiki fyrir Kamerún. Hann vakti fyrst athygli hjá Nantes áður en hann gekk til liðs við United. Síðar lék hann með Aston Villa og Burney áður en við tók talsvert flakk. Hann staldraði þó lengi við hjá OB í Danmörku og var þá samherji Rúriks Gíslasonar. Djemba Djemba var síðast skráður leikmaður árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert