Guðmundur liggur undir feldi

Guðmundur Böðvar í leik með Blikum.
Guðmundur Böðvar í leik með Blikum. Valgarður Gíslason

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Böðvar Guðjónsson, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, liggur nú undir feldi. Lið úr 1. deild og úrvalsdeild karla hafa sett sig í samband við leikmanninn sem sjálfur kveðst ætla að flýta sér hægt. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is.

„Ég hef fengið spennandi fyrirspurnir en ætla að skoða mín mál í rólegheitum,“ segir Guðmundur, sem er uppalinn Skagamaður. Hann gekk til liðs við Breiðablik frá ÍA, en þar áður hafði hann leikið með Fjölni.

Guðmundur kom við sögu í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni og tveimur leikjum í Mjólkurbikarnum í sumar. Miðjumaðurinn reynslumikli er þrítugur að aldri, en hann hefur leikið 97 leiki í efstu deild karla og skorað í þeim þrjú mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert