Rúmenar unnu bara Færeyjar og Möltu

Adrian Rus varnarmaður Rúmena í heimaleiknum við Svía í síðustu …
Adrian Rus varnarmaður Rúmena í heimaleiknum við Svía í síðustu viku. Þeir áttu möguleika á öðru sæti riðilsins fyrir leikinn en töpuðu 0:2 og voru þar með endanlega úr leik. AFP

Rúmenar áttu ekkert sérstaka undankeppni fyrir EM 2020 en þeir höfnuðu í fjórða sætinu í F-riðli, á eftir Spánverjum, Svíum og Norðmönnum en á undan Færeyjum og Möltu.

Rúmenar unnu aðeins leiki sína við Færeyjar og Möltu. Þeir sigruðu Færeyinga 4:1 á heimavelli og 3:0 í Þórshöfn og Möltubúa 4:0 á útivelli en aðeins 1:0 á heimavelli.

Rúmenar gerðu jafntefli við Norðmenn í báðum sínum leikjum, 2:2 í Ósló og 1:1 í Búkarest, núna í októbermánuði.

Rúmenar töpuðu báðum leikjum sínum gegn Svíum, 1:2 á útivelli í mars og 0:2 á heimavelli, núna í nóvember.

Þeir töpuðu líka báðum leikjum sínum gegn Spánverjum, 1:2 á heimavelli í september og 0:5 á útivelli í lokaumferðinni síðasta mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert