Fyrsta markið reyndist sigurmark

Sigríður Lára Garðasdóttir gekk til liðs við FH á dögunum …
Sigríður Lára Garðasdóttir gekk til liðs við FH á dögunum frá ÍBV. Ljósmynd/FH

Sigríður Lára Garðarsdóttir reyndist hetja FH þegar liðið vann 2:1-sigur gegn KR í lokaleik Bose-mótsins í knattspyrnu í Skessunni í gær. Sigríður Lára skoraði sigurmark FH undir lok leiksins en þetta var hennar fyrsta mark fyrir félagið.

Helena Ósk Hálfdánardóttir kom FH yfir í upphafi síðari hálfleiks en Sandra Dögg Björgvinsdóttir jafnaði metin fyrir KR um miðjan síðari hálfleikinn. FH endar með 6 stig í öðru sæti mótsins með jafn mörg stig og Valskonur, en Valur endar með mun betri markatölu.

„Þetta var mjög sætur sigur og ég er mjög feginn að ég náði að skora sigurmarkið og bæta fyrir vítaspyrnuklúðrið í fyrri hálfleik. Það var gaman að skora sitt fyrsta mark fyrir FH en þetta er þriðji leikurinn minn fyrir félagið. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur og mér fannst við verðskulda sigurinn,“ sagði Sigríður Lára í samtali við forráðamenn Bose-mótsins eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert