Tekur slaginn með Víkingi í sumar

Margrét Eva Sigurðardóttir í leik með HK/Víkingi.
Margrét Eva Sigurðardóttir í leik með HK/Víkingi. Ljósmynd/Haraldur Jónasson/Hari

Knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík hefur gengið frá samningi við Margréti Evu Sigurðardóttur. Samningurinn gildir næstu tvö árin. 

Margrét lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með HK/Víkingi aðeins 15 ára gömul árið 2015. Það sumar lék hún alls 15 leiki. 

Margrét hefur leikið 76 keppnisleiki með meistaraflokki og þar af 32 í efstu deild. Í þeim hefur hún skorað tvö mörk. Þá á hún sex leiki fyrir U19 ára landslið Íslands. Margrét lék með Fylki í tvo mánuði að láni frá HK/Víkingi síðasta sumar. 

Víkingur leikur í 1. deildinni í sumar, en liðið lék áður undir merkjum HK/Víkings. HK leikur í 2. deild næstkomandi sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert