Sjöunda sætið eftir sigur gegn Úsbekistan

Danijel Dejan Djuric í leiknum í morgun.
Danijel Dejan Djuric í leiknum í morgun. Ljósmynd/KSÍ

Ísland vann Úsbekistan, 2:1, í leik um 7. sætið á alþjóðlegu móti U17 ára liða drengja í knattspyrnu í Hvíta-Rússlandi í morgun en þetta var fjórði og síðasti leikur liðsins í keppninni.

Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en engu að síður var markalaust í hléinu. Það tók strákana þó ekki langan tíma að ná forystunni í síðari hálfleik en Jakob Franz Pálsson skoraði á 47. mínútu með föstu skoti, vinstra megin í teignum. Úsbekistan jafnaði hins vegar metin aðeins tveimur mínútum síðar upp úr hornspyrnu.

Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði svo sigurmark leiksins á 64. mínútu eftir góðan undirbúning þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Daniels Dejan Djuric og það var svo íslenska liðið sem var nær því að bæta við marki undir lok leiks. Lokatölur 2:1 og Ísland hafnar því í 7. sæti á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert