Karlalandsliðið stendur í stað hjá FIFA

Íslenska liðið stendur í stað á FIFA-listanum.
Íslenska liðið stendur í stað á FIFA-listanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er áfram í 39. sæti af 210 þjóðum á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Rúmenía, sem Ísland mætir í umspili um sæti í lokakeppni EM í sumar, er tveimur sætum fyrir ofan. 

Ísland hefur hæst verið í átjánda sæti listans, fyrir tveimur árum. Íslenska liðið lék tvo leiki frá því listinn var síðast gefinn út í desember og vann bæði Kanada og El Salvador, 1:0. Ísland er í 24. sæti af 55 Evrópuþjóðum.

Belgía er í efsta sæti listans, Frakkland í öðru sæti og Brasilía í þriðja sæti, en engin breyting er á 22 efstu þjóðunum á milli lista. Palestína er sú þjóð sem hækkaði mest, en hún fór úr 106. sæti og upp í 103. sæti. 

Efstu þjóðir styrkleikalista FIFA: 

  1. Belgía
  2. Frakkland
  3. Brasilía
  4. England
  5. Úrúgvæ
  6. Króatía
  7. Portúgal
  8. Spánn
  9. Argentína
  10. Kólumbía
  11. Mexíkó
  12. Sviss
  13. Ítalía
  14. Holland
  15. Þýskaland

Listinn í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert