Knattrak á Selfossi

Dagný Brynjarsdóttir á að baki 85 landsleiki fyrir Ísland.
Dagný Brynjarsdóttir á að baki 85 landsleiki fyrir Ísland. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur hafið birt­ingu mynd­banda á sam­fé­lags­miðlum sín­um þar sem um er að ræða æf­ing­ar sem krakk­ar geta fram­kvæmt einir og sér eða í litl­um hóp­um, og hvatn­ing­ar­mynd­bönd þar sem landsliðsfólk hvet­ur iðkend­ur til að halda áfram að hreyfa sig og æfa reglu­lega.

Verk­efnið er kallað „Áfram Ísland“ og mynd­bönd­in munu birt­ast dag­lega á In­sta­gram- og Face­book-síðum KSÍ en þau verður einnig að finna á Youtu­be-síðu sam­bands­ins. Rangæingurinn Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss í úrvalsdeild kvenna og fyrrverandi atvinnumaður, fór yfir nokkrar einfaldar knattraksæfingar í dag sem allir ættu að hafa gagn og gaman af. 

Dagný á að baki farsælan feril með Bayern München í Þýskalandi og Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún gekk í Florida State-háskólann í Bandaríkjunum þar sem hún sló fyrst í gegn en hún á að baki 85 A-landsleiki fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað 25 mörk.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert