Valsmaðurinn skoraði flest mörk í vetur

Patrick Pedersen skoraði 10 mörk fyrir Val í vetur og …
Patrick Pedersen skoraði 10 mörk fyrir Val í vetur og Gísli Eyjólfsson var einnig ofarlega á blaði með 6 mörk fyrir Breiðablik. mbl.is/Árni Sæberg

Valsmaðurinn Patrick Pedersen skoraði flest mörk allra leikmanna úrvalsdeildarliðanna í knattspyrnu í mótsleikjum vetrarins.

Pedersen skoraði 10 af 33 mörkum Valsmanna á undirbúningstímabilinu en fjallað hefur verið um árangur liðanna tólf í Pepsi Max-deild karla í mótsleikjum vetrarins í Morgunblaðinu í gær og dag. 

Þar kemur m.a. fram hverjir hafa skorað flest mörk í vetrarmótunum en þar eru tekin saman Bose-mótið, Reykjavíkurmótið, Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn.

Danski framherjinn skoraði einu marki meira en þeir Hilmar Árni Halldórsson úr Stjörnunni, Thomas Mikkelsen úr Breiðabliki og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA.

Þessir skoruðu fimm mörk eða fleiri í þessum mótsleikjum: 

10 Patrick Pedersen, Val
9 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni
9 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki
9 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA
8 Óttar Magnús Karlsson, Víkingi R.
7 Tobias Thomsen, KR
7 Valdimar Þór Ingimundarson, Fylki
6 Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki
6 Kristján Flóki Finnbogason, KR
6 Ægir Jarl Jónasson, KR
5 Atli Hrafn Andrason, Víkingi R.
5 Bjarni Aðalsteinsson, KA
5 Gunnar Örvar Stefánsson, KA
5 Steinar Þorsteinsson, ÍA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert