Hætt eftir stutt stopp í Grafarvogi

Helena Ólafsdóttir var ráðin þjálfari Fjölnis í byrjun nóvember á …
Helena Ólafsdóttir var ráðin þjálfari Fjölnis í byrjun nóvember á síðasta ári. Ljósmynd/Fjölnir

Knattspyrnuþjálfarinn Helena Ólafsdóttir hefur látið af störfum sem þjálfari Fjölnis í 1. deild kvenna en þetta kom fram á heimasíðu félagsins í kvöld. Helena tók við liðinu í byrjun nóvember á síðasta ári og til stóð að hún myndi stýra liðinu í 1. deildinni í sumar.

Helena Ólafsdóttir og stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis hafa komist að samkomulagi um að verða við ósk Helenu um að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna,“ segir á heimasíðu Grafarvogsliðsins.

Vegna annarra verkefna, þar á meðal sem stjórnandi Pepsi-marka kvenna á Stöð2 Sport, sér Helena ekki fram á að geta sinnt þjálfarastarfinu af fullum krafti í sumar,“ segir enn fremur á heimasíðu Fjölnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert