Brynjar ráðinn aðstoðarþjálfari Víkings

Brynjar Kristmundsson í leik með Víkingi Ólafsvík 2015.
Brynjar Kristmundsson í leik með Víkingi Ólafsvík 2015. mbl.is/Ómar Óskarsson

Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur hefur samið við Brynjar Kristmundsson og verður hann aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins. Jón Páll Pálma­son tók við þjálfun Víkings eftir síðasta tímabil af Ejub Purisevic og verður Brynjar honum til halds og trausts. 

Brynjar þekkir vel til í Ólafsvík því hann var leikmaður liðsins í tæpan áratug. Þá hefur hann einnig leikið með Val, Fram, Gróttu og Þrótt Vogum. Lagði Brynjar skóna á hilluna í fyrra sökum meiðsla. 

Brynjar er 28 ára og á 127 keppnisleiki að baki fyrir Víking Ólafsvík. Liðið endaði í fjórða sæti 1. deildarinnar síðasta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert