Lengjudeildin hefst 19. júní

Haraldur Haraldsson, ÍTF, og Einar Njálsson hjá Íslenskum getraunum handsala …
Haraldur Haraldsson, ÍTF, og Einar Njálsson hjá Íslenskum getraunum handsala samninginn um nafnið á 1. deildunum. Ljósmynd/ÍTF

Fyrstu deildirnar í knattspyrnu hefjast 18. júní á leik Aftureldingar og Tindastóls í kvennadeildinni og 19. júní á leik Þórs og Grindavíkur í karladeildinni. Deildirnar munu heita Lengjudeildin samkvæmt nýjum styrktaraðilasamning en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag.

Íslandsmótið hefst töluvert seinna í sumar en á undanförnum árum vegna kórónuveirufaraldursins og mun því vera leikið nokkuð þétt. Mótið lengist engu að síður um nokkrar vikur en lokaumferðin í karladeildinni á að fara fram laugardaginn 10. október, viku eftir að kvennadeildinni lýkur.

1. umferð Lengjudeildar karla
Þór - Grindavík (föstudaginn 19. júní kl. 18)
Keflavík - Afturelding (föstudaginn 19. júní kl. 19:15)
Þróttur R. - Leiknir R. (föstudaginn 19. júní kl. 20)
Fram - Leiknir F. (laugardaginn 20. júní kl. 13)
Víkingur Ó. - Vestri (laugardaginn 20. júní kl. 14)
ÍBV - Magni (laugardaginn 20. júní kl. 14)

1. umferð Lengjudeildar kvenna
Afturelding - Tindastóll (fimmtudaginn 18. júní kl. 19:15)
Víkingur R. - ÍA (föstudaginn 19. júní kl. 19:15)
Haukar - Augnablik (föstudaginn 19. júní kl. 20)
Grótta - Fjölnir (föstudaginn 19. júní kl. 20)
Völsungur - Keflavík (sunnudaginn 21. júní kl. 14)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert