Þarf að treysta á að Blikar komist í undanúrslit

Elfar Freyr Helgason í baráttu við KR-inginn Kennie Chopart.
Elfar Freyr Helgason í baráttu við KR-inginn Kennie Chopart. mbl.is/Hari

Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman lista um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn í bikarkeppninni, Mjólkurbikarnum, en hún fer af stað 5. júní.

Gefnir eru út tveir listar yfir leikbönn, annars vegar fyrir Íslandsmótið og Meistarakeppni KSÍ og hins vegar fyrir bikarkeppni KSÍ, samkvæmt reglugerðarbreytingu sambandsins frá 2015. Áminningar og brottvísanir eru nú aðgreindar milli Íslandsmótsins og Meistarakeppni KSÍ annars vegar og bikarkeppni KSÍ hins vegar.

Einn leikmaður er í þriggja leikja banni í bikarnum en það er Elfar Freyr Helgason, leikmaður Breiðabliks. Elfar fékk beint rautt spjald í undanúrslitaleiknum gegn Víkingum í fyrra og tók í kjölfarið spjaldið af Þorvaldi Árnasyni dómara áður en hann kastaði því í jörðina. Fékk hann í kjölfarið lengra bann fyrir vikið.

Elfar getur því í fyrsta lagi komið inn í undanúrslitin á næsta ári, nái Blikar að vinna í þremur fyrstu umferðunum sínum í sumar. Fari allt á versta veg gæti Elfar hins vegar átt á hættu að spila ekki bikarleik fyrr en árið 2023, tapi lið hans alltaf í fyrstu umferð næstu þrjú tímabil. Þá tekur Framarinn Marcus Vinicius út tveggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Njarðvík í 32-liða úrslitum í fyrra.

3 leikir
Elfar Freyr Helgason, Breiðablik

2 leikir
Marcus Vinicius Mendes Vieira, Fram

1 leikur
Alexander Freyr Sigurðsson, Ísbjörninn
Andrzej Adrian Gawronski, Ísbjörninn
Arnar Geir Halldórsson, Magni
Arnleifur Hjörleifsson, Kári
Brynjólfur Andersen Willumsson, Breiðablik
Emmanuel Eli Keke, Víkingur Ó.
Guðjón Gunnarsson þjálfari
Guðmundur Óli Steingrímsson, Völsungur
Haukur Björn Guðnason, Fenrir
Hildur Antonsdóttir, Breiðablik
Ingvi Þór Sigurðsson, Sindri
Jón Eyjólfur Guðmundsson, KÁ
Jón Ívan Rivine, KV
Jón Már Ferro, ÍH
Ómar Ingi Guðmundsson, Ýmir
Pétur Viðarsson, FH
Sveinn Óli Birgisson, Magni
Sævar Pétursson þjálfari
Sævin Alexander Símonarson, KB
Valdimir Tufegdzic, Grindavík
Vuk Óskar Dimitrijevic, Leiknir R

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert