Vilja bikarkeppni fyrir neðri deildir

Mynd úr leik Hauka og Fram síðasta sumar í 1. …
Mynd úr leik Hauka og Fram síðasta sumar í 1. deild karla en Haukar leika í 2. deildinni í sumar. mbl.is/Hari

Þrettán félög í neðri deildum íslenska fótboltans hafa skorað á KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, að leggja fram tillögu á næsta ársþingi sambandsins um að setja á laggirnar bikarkeppni fyrir neðri deildirnar, samkvæmt heimildum mbl.is. 

Tvær bikarkeppnir eru við lýði á Íslandi þar sem lið úr öllum deildum fótboltans taka þátt. Bikarkeppni KSÍ (Mjólkurbikarinn) og deildabikarkeppnin (Lengjubikarinn). Það má því gera ráð fyrir því að bikarkeppni fyrir neðri deildirnar yrði fyrir lið í 2., 3. og 4. deildum karla.

Næsta ársþing KSÍ mun fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði en ekki hefur verið ákveðin dagsetning fyrir þingið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert