Bikarmeistararnir semja við fimm

Ljósmynd/Víkingur

Víkingur R. hefur samið við fimm knattspyrnumenn fyrir komandi átök á Íslandsmótinu í sumar en tveir þeirra eru að framlengja samninga sína við félagið.

Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon, sem kom frá Heerenveen í Hollandi fyrir síðustu leiktíð, verður áfram hjá bikarmeisturunum eins og bakvörðurinn Logi Tómasson sem spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Víking árið 2018. Júlíus er 22 ára og Logi tvítugur.

Þá hefur Tómas Guðmundsson, 28 ára miðvörður, samið við Víkinga en hann lék með liðinu á árunum 2009 til 2016 en hefur ekki leikið knattspyrnu undanfarin þrjú ár. Isaac Owusu Afriyie er miðju- og sóknarmaður sem er uppalinn í Fjölni en kom til Víkings fyrir tveimur árum og hefur leikið með yngri flokkum í Fossvoginum síðan þá. Hann er að gera sinn fyrsta samning við Víkinga og segir í tilkynningu félagsins að hann muni líklega fara að láni til annars félags í sumar.

Þá hefur liðið fengið miðjumanninn Kristal Mána Ingason að láni frá FC Kaupmannahöfn en hann er 18 ára og uppalinn hjá Fjölni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert