Framarar fá miðjumann frá KR

Tryggvi Snær Geirsson.
Tryggvi Snær Geirsson. Ljósmynd/Fram

Framarar hafa fengið miðjumanninn Tryggva Snæ Geirsson að láni frá KR út leiktíðina og mun hann því spila í Safamýrinni í Lengjudeildinni í sumar.

Tryggvi er uppalinn Framari og félaginu því kunnugur en hann verður tvítugur á árinu. Hann lék með KV í 3. deildinni á síðasta ári og hefur spilað einn leik í efstu deild með KR, sumarið 2018.

Framarar hafa fengið nokkra leikmenn til liðs við sig fyrir átökin í sumar og ber helst að nefna þá Aron Kára Aðalsteinsson, Albert Hafsteinsson, Alexander Má Þorláksson, Ólaf Íshólm Ólafsson og Þórir Guðjónsson. Fram hef­ur leikið í fyrstu deild und­an­far­in fimm sum­ur eða síðan liðið féll úr efstu deild 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert