Íslands- og bikarmeistarar mætast

Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar
Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar mbl.is/Hari

Meistarakeppni kvenna í knattspyrnu fer fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda í dag þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Selfoss í fyrsta leik liðanna á keppnistímabilinu.

Leikurinn fer fram klukkan 16 og mun mbl.is fylgjast með gangi mála og gera leiknum góð skil hér á vefnum. Valsarar eru að taka þátt í meistarakeppninni í fyrsta sinn síðan 2012 og Selfyssingar í fyrsta sinn en þeir unnu sinn fyrsta knattspyrnutitil í fyrra.

Þá mætast Íslandsmeistarar karla í KR bikarmeisturum Víkings í Frostaskjóli annað kvöld klukkan 19:15 í Meistarakeppni karla.

Fyrsti fótboltatitilinn í sögu Selfyssinga kom í fyrra í Mjólkurbikarnum.
Fyrsti fótboltatitilinn í sögu Selfyssinga kom í fyrra í Mjólkurbikarnum. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert