Komnar nýjar dagsetningar á frestaða leiki

Það verður nóg að gera hjá Stjörnunni í ágúst.
Það verður nóg að gera hjá Stjörnunni í ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KSÍ hefur fundið nýjar dagsetningar fyrir þá leiki í Pepsi Max-deildum kvenna og karla í fótbolta sem var frestað eftir að leikmenn greindust með kórónuveiruna. 

Þremur leikjum karlaliðs Stjörnunnar var frestað en Garðabæjarliðið leikur við FH 17. ágúst, KA 25. ágúst og KR 1. október. Eins og staðan er núna leikur Stjarnan sjö deildarleiki í ágúst og þá gæti bikarleikur bæst við. 

Leikmannahópar kvennaliða KR, Fylkis og Breiðabliks fóru í sóttkví og er KSÍ búið að finna nýja leikdaga fyrir frestaða leiki liðanna. 

Frestaðir leikir Breiðabliks: 
Þróttur - Breiðablik 24. júlí og Breiðablik - Þór/KA 19. ágúst

Frestaðir leikir KR: 
KR - FH 24. júlí og Selfoss - KR 19. ágúst

Frestaðir leikir Fylkis: 
Þór/KA - Fylkir 24. júlí og Fylkir - ÍBV 19. ágúst

Breiðablik vann fyrstu þrjá leiki sína í sumar.
Breiðablik vann fyrstu þrjá leiki sína í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert