Akureyrarbær hefur hunsað KA í mörg ár

Það var hart barist á Greifavellinum í gær.
Það var hart barist á Greifavellinum í gær. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sæv­ar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri KA, tjáir sig um ástand Greifavallarins á Facebook í dag en ástand vallarins hefur fengið mikla gagnrýni eftir leik KA og Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. 

Leit völlurinn afar illa út og voru aðstæður til að spila fótbolta erfiðar. Sævar bendir m.a. á að félagið hafi óskað eftir því að ekki yrði spilað á vellinum á þessum tímapunkti þar sem leikir á N1-mótinu fóru fram á vellinum stuttu áður. 

Þá er Sævar ósáttur við úthlutun úr mannvirkjasjóð KSÍ, sem hefur til þessa ekki aðstoðað KA við að koma vellinum í betra stand. 

Stjórn KSÍ telur mikilvægara að setja pening í vallarklukkur í Kópavogi, inni battavöll í Kórnum, sæti á Hlíðarenda, búningsklefa á Hlíðarenda og Eyjum, sparkvöll á KR svæðinu, varamannaskýli í Árbæinn og Kópavog og vökvunarbúnað inni í Kór svo einhver dæmi séu tekin. Engar upplýsingar fást frá KSÍ vegna þess, en ef úthlutun úr mannvirkjasjóði eru skoðar þá vakna margar spurningar um úthlutunina úr þessum ágæta sjóði,“ skrifar Sævar m.a.

Að lokum er Sævar ósáttur við aðgerðaleysi Akureyrabæ. „Akureyrarbær hefur hunsað KA í mörg ár, er framkvæmdinni var frestað 2008 þá átti að gera það tímabundið og ráðast í hana um leið og tími væri til að framkvæma hjá bænum. Síðan þá hefur Ak.bær farið í fjölda framkvæmda en KA bíður enn með sína keppnisaðstöðu,“ skrifar framkvæmdastjórinn í pistli sem sjá má hér fyrir neðan í heild sinni. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert