Við erum ekki sáttir

Atli Arnarson geðri tvö mörk fyrir HK.
Atli Arnarson geðri tvö mörk fyrir HK. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Við erum ekki sáttir, við vildum vinna þennan leik og við komum hingað til þess,“ sagði Atli Arnarson, miðjumaður HK, eftir 2:2-jafntefli við ÍA í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í kvöld. 

Atli var ósáttur við annað mark ÍA, sem hann taldi ólöglegt. „Ég þarf að skoða þessi mörk betur, en mér fannst allavega seinna markið þeirra líta út eins og rangstaða. Það er svekkjandi ef svo er.“

HK lenti tvisvar undir í leiknum en neitaði að gefast upp og tókst að jafna í tvígang og ná í stig. „Þetta var ágætt og framför frá síðsutu tveimur leikjum á vellinum, en það er hrikalega fúlt að fá á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“

Þjálfarateymi ÍA var allt annað en sátt í leikslok og mótmæltu lengi við dómarateynið. Atli veit ekki hvers vegna. „Ég hef ekki hugmynd, bæði lið vildu vinna og menn eru svekktir að fá bara eitt stig út úr leiknum,“ sagði Atli, sem skoraði bæði mörk HK í leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert