Foreldrar til fyrirmyndar að hlýða Víði

KR-ingar undirbúa sig fyrir mikilvægan leik.
KR-ingar undirbúa sig fyrir mikilvægan leik. mbl.is/Arnþór Birkisson

Um 2.500 stelpur á aldrinum sex til tólf ára eru nú samankomnar á Símamóti Breiðabliks sem fram fer í Kópavogi á íþróttasvæði Breiðabliks en mótið hófst með látum með skrúðgöngu á fimmtudaginn síðasta.

Leikjadagskrá hófst formlega í gær en Símamótið var fyrst haldið árið 1985. Þetta er því í 36. sinn sem mótið er haldið en óvíst var hvort hægt var að halda mótið fyrr í vetur vegna kórónuveirufaraldursins.

„Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði Sig­urður Hlíðar Rún­ars­son, deild­ar­stjóri hjá knatt­spyrnu­deild Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is í dag en Sigurður er einn af þeim sem hefur séð um að skipuleggja mótahald Símamótsins.

„Við erum heppin að vera með stórt svæði til umráða og það hefur gengið vel að dreifa leikjum og fólki á svæðin. Foreldar hafa verið til fyrirmyndar að hlýða Víði í einu og öllu og við erum gríðarlega sátt með alla sem koma að mótinu,“ bætti Sigurður við í samtali við mbl.is.

Foreldrar fylgjast með á hliðarlínunni.
Foreldrar fylgjast með á hliðarlínunni. mbl.is/Arnþór Birkisson
Stjörnustúlkur taka hringinn.
Stjörnustúlkur taka hringinn. mbl.is/Arnþór Birkisson
Ólsarar næra sig á milli leikja.
Ólsarar næra sig á milli leikja. mbl.is/Arnþór Birkisson
HK-ingar fylgjast spenntir með á hliðarlínunni.
HK-ingar fylgjast spenntir með á hliðarlínunni. mbl.is/Arnþór Birkisson
Stjönustúlka og Þróttari takast hart á.
Stjönustúlka og Þróttari takast hart á. mbl.is/Arnþór Birkisson
Mikilvægt að næra sig á milli leikja.
Mikilvægt að næra sig á milli leikja. Arnþór Birkisson
Foreldrar hafa verið til fyrirmyndar í Kópavogi.
Foreldrar hafa verið til fyrirmyndar í Kópavogi. mbl.is/Arnþór Birkisson
Brugðið á leik í Kópavogi.
Brugðið á leik í Kópavogi. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert