Jack Charlton látinn

Jack Charlton er látinn, 85 ára gamall.
Jack Charlton er látinn, 85 ára gamall. AFP

Jack Charlton, fyrrverandi heimsmeistari með enska landsliðinu í knattspyrnu, lést í gær, 85 ára að aldri. Charlton varð heimsmeistari með Englandi árið 1966 eftir 4:2-sigur gegn Vestur-Þýskalandi í framlengdum leik á Wembley á Englandi. Charlton var lykilmaður í liðinu ásamt bróður sínum Sir Bobby Charllton.

Þá er Jack Charlton leikjahæsti leikmaður í sögu Leeds United frá upphafi en hann lék 773 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en han lék með félaginu í 23 ár. Hann lék einnig 35 landsleiki fyrir England og þá þjálfaði hann landsliðs Írlands á árunum 1986 til ársins 1996 og fór með liðið á tvö heimsmeistaramót og eitt Evrópumót.

Charlton var sigursæll með Leeds og barð Englandsmeistari með liðinu árið 1969, bikarmeistari árið 1972 og deildabikarmeistari 1968. Charlton greindist með krabbamein á síðasta ári og þá hafði hann barist við Alzheimer-sjúkdóminn í nokkur ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert