Stjörnumenn vorkenna sjálfum sér ekki

Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarn­an leik­ur sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu frá því 21. júní er liðið leik­ur við Val á úti­velli annað kvöld. Leik­menn Stjörn­unn­ar hafa verið í sótt­kví und­an­farið eft­ir að einn leikmaður greind­ist með kór­ónu­veiru­smit.

Eftir að hafa unnið fyrstu tvo deildarleiki sína þurfti að fresta þremur leikjum vegna smits, gegn KA, FH og KR en leikmannahópur Garðbæinga losnaði loks úr sóttkví á föstudaginn. Eyjólfur Héðinsson, leikmaður liðsins, var í viðtali við útvarpsþátt fótbolta.net á rásinni X-977 og kveðst vera spenntur fyrir því að snúa loks til baka á völlinn.

„Þetta var smá sjokk, við byrjuðum þetta mót vel og vorum í góðum gír. Þetta voru tvær vikur sem við vorum teknir út úr öllu,“ sagði Eyjólfur sem segir þó af og frá að Stjörnumenn geti vorkennt sjálfum sér.

„Það er engin sjálfsvorkunn í okkur og ekkert kvartað og kveinað. Við bara tækluðum þetta vel, æfðum vel og mætum Val á mánudaginn á jafnréttisgrundvelli, það eru engar afsakanir.“

Stjörnumenn snúa loks aftur annað kvöld eftir tveggja vikna sóttkví.
Stjörnumenn snúa loks aftur annað kvöld eftir tveggja vikna sóttkví. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert