Frá Vesturbænum í dönsku B-deildina

Tobias Thomsen í leik með KR.
Tobias Thomsen í leik með KR. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Danski knatt­spyrnumaður­inn Tobi­as Thomsen er genginn til liðs við B-deildarliðið Hvidovre í heimalandinu en félagið staðfestir þetta á samfélagsmiðlum sínum. Þá segir staðarblaðið Hvidovre Avis einnig frá þessu.

KR-ingar staðfestu fyrr í dag að sóknarmaðurinn væri farinn frá félaginu en hann hafði áður óskað eftir því að snúa aftur heim til Danmerkur, enda kominn með heimþrá.

Thomsen hef­ur leikið hér á landi frá ár­inu 2017. Lék hann með KR í eitt sum­ar áður en leiðin lá til Vals og svo aft­ur KR árið eft­ir. Hef­ur Thomsen skorað 18 mörk í 63 leikj­um í efstu deild hér á landi. Hann mun nú spila með Hvidovre í B-deildinni en tímabilið í Danmörku hefst 13. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert