Gefa sér frest til desember að klára mótið

Úr leik Vals og Fylkis.
Úr leik Vals og Fylkis. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið en öllum leikjum hefur verið frestað til og með 13. ágúst vegna hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Heilbrigðisráðuneytið hafnaði í dag beiðni KSÍ um undanþágu frá nándartakmörkunum og sótthreinsun búnaðar í æfingum og keppni í knattspyrnu. Í kjölfarið ákvað mótanefnd KSÍ að fresta öllum leikjum í meist­ara­flokk­um og í 2. og 3. flokki karla og kvenna til og með 13. ág­úst.

„Við höfum gefið okkur til 1. desember að klára mótið. Það eru því enn tæpir fjórir mánuðir eftir þannig við erum með nægan tíma, þannig séð,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Stöð 2.

„En það er augljóst að við getum ekki beðið í margar vikur. En við munum gera hvað við getum.“ Íslandsmótið á samkvæmt áætlun að klárast í október en lokaumferð úrvalsdeildar kvenna er á dagskrá 17. október og hjá körlunum á að spila 31. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert