Breiðablik kallar framherja til baka úr láni

Stefán Ingi Sigurðarson er kominn aftur í Breiðablik.
Stefán Ingi Sigurðarson er kominn aftur í Breiðablik. Ljósmynd/Grindavík

Knattspyrnumaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur leikið sinn síðasta leik með Grindavík í sumar, en Breiðablik hefur kallað hann til baka úr láni. Samkomulagið milli Breiðabliks og Grindavíkur gilti til 10. ágúst en Stefán Ingi átti að fara til Bandaríkjanna í háskólanám um miðjan ágúst.

Mun Stefán ekki halda til Bandríkjanna og óskaði knattspyrnudeild Grindavíkur eftir því að leikmaðurinn myndi klára tímabilið í gulu treyju Grindvíkinga, en Breiðablik hafnaði þeirri beðni. 

Knattspyrnudeild Grindavíkur vill þakka Stefáni Inga kærlega fyrir sumarið. Hann stóð sig frábærlega með liðinu, skoraði 3 mörk í 6 leikjum og tók miklum framförum. Hann féll einnig frábærlega inn í leikmannahóp Grindavíkur. Óskum við Stefáni velfarnaðar hjá móðurfélagi sínu Breiðabliki,“ segir í yfirlýsingu sem Grindavík sendi frá sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert