Ellefu leikir í efstu deildum um helgina

KR og valur eigast við í Vesturbænum á sunnudag.
KR og valur eigast við í Vesturbænum á sunnudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mótanefnd KSÍ fundaði á mánudag varðandi þann möguleika að leyfi fáist til að hefja keppni í mótum sumarsins aftur föstudaginn 14. ágúst. Nefndin ákvað, ef leyfi fæst, að hefja keppni aftur samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá föstudaginn 14. ágúst í meistaraflokki, 2. flokki og 3.flokki.

Leikjum sem þegar hefur verið frestað verður fundinn nýr leiktími og tilkynnt um sérstaklega. Ekki er hægt að útiloka að öðrum leikjum í hlutaðeigandi mótum verði breytt ef þess gerist þörf til að koma fyrir frestuðum leikjum.

Verði leikið um helgina fara samtals ellefu leikir fram í efstu deildum karla og kvenna. Einn leikur fer fram í Pepsi Max-deild karla á föstudag, tveir á laugardag og einn á sunnudag. Þá er heil umferð á dagskrá í Pepsi Max-deild kvenna á laugardag. 

Pepsi Max-deild karla: 

Föstudagur 14. ágúst:
18:00 KR - FH 
19:15 Stjarnan - Grótta

Laugardagur 15. ágúst: 
16:00 ÍA - Fylkir
16:00 Valur - KA

Sunnudagur 16. ágúst:
17:00 HK - Fjölnir
19:15 Víkingur R. - Breiðablik

Pepsi Max-deild kvenna: 

Sunnudagur 16. ágúst:
14:00 Þróttur R. - ÍBV
14:00 KR - Valur
14:00 Selfoss - Fylkir
16:00 Stjarnan - Þór/KA
16:00 FH - Breiðablik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert