Ég skulda stuðningsmönnum FH

Ólafur Karl Finsen er kominn í FH.
Ólafur Karl Finsen er kominn í FH. Ljósmynd/FH

„Þetta er risaklúbbur, allavega eins og ég þekki til hérna,“ sagði Ólafur Karl Finsen sem í gær gekk í raðir FH að láni frá Val.

Ólaf­ur hefur lítið sem ekk­ert fengið að spila með Val í sum­ar, en hann kom til fé­lags­ins fyr­ir þrem­ur árum. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, hafði áður sagt að leikmaðurinn væri að jafna sig eftir meiðsli. Ólafur telur sig vera í góðu standi. 

„Ég held að það sé mjög fínt, ég er búinn að vera heill í allt sumar. Ég veit ekki alveg hvar ég stend með leikformið,“ sagði hann í samtali við Guðmund Hilmarsson í viðtali sem FH-ingar birtu á samfélagsmiðlum í morgun.

Ólafur Karl skoraði frægt mark á Kaplakrikavelli árið 2014, sigurmark Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik gegn FH um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segist skulda stuðningsmönnum FH eitthvað til baka núna. „Ég skulda klárlega, ég skulda stuðningsmönnum FH, það er bara klárt.“

Ólafur Karl Finsen mætti á sína fyrstu æfingu með FH i morgun en sem kunnugt er hann kominn til félagsins að láni frá...

Posted by FHingar on Thursday, August 13, 2020


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert