Farinn aftur frá uppeldisfélaginu

Kristófer Páll Viðarsson
Kristófer Páll Viðarsson mbl.is/Golli

Kristó­fer Páll Viðars­son knatt­spyrnumaður frá Fá­skrúðsfirði hefur snúið aftur til Keflavíkur frá uppeldisfélaginu Leikni F. þar sem hann hefur verið að láni undanfarnar vikur.

Kristó­fer skoraði grimmt fyr­ir Leikni á ár­un­um 2014 til 2016 og gerði tíu mörk fyr­ir liðið þegar það hélt sér óvænt í 1. deild­inni 2016. Hann hef­ur síðan leikið með Fylki, Sel­fossi og síðast Kefla­vík en missti al­veg af síðasta tíma­bili vegna meiðsla.

Hann var svo lánaður til Leiknismanna í sumar og spilaði fimm leiki með þeim en er nú kominn aftur til Keflavíkur sem hefur kallað hann til baka. Keflavík seldi kantmanninn Adam Ægi Pálsson til Víkinga úr Reykjavík í vikunni og verður Kristófer væntanlega ætlað að fylla skarð hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert