Sitthvort stigið og rautt í Víkinni

Víkingur og HK eigast við í kvöld.
Víkingur og HK eigast við í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Boðið var uppá hraðan og skemmtilega leik í kvöld  þegar Víkingar fengu HK í heimsókn   í kvöld þegar Víkingur lék sinn 14. leik í efstu deild karla í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni, og HK sinn fimmtánda.  Engu að síður létu mörkin bíða eftir sér en komu þó í lokin en liðin fengu sitthvort stigið eftir 1:1 jafntefli.

Mikill hraði var í leiknum frá fyrstu mínútu.  Greinilegt að Víkingar ætluðu sér að keyra yfir gestina með hröðu spili og snörpum sóknum.  Það gekk sæmilega vel og Víkingar fengu nokkur ágæt færi, þar á meðal þrumuskot Ágústs Eðvalds Hlynssonar sem small í slánni.  HK-menn stóðu samt af sér fárið og fóru sjálfir að sækja hratt fram, sérstaklega þar sem Víkingar komu margir framarlega á völlinn.  Svo þrátt fyrir mikinn hraða og snarpar sóknir létu mörkin ekki sjá sig.

Hraðinn aðeins minni fyrst eftir hlé, meira verið að reyna spila boltanum upp völlinn.  Bæði lið eiga þó sínar snöggu sóknir.  Má vera að hraðinn í fyrri hálfleik hafi tekið sinn toll enda fóru leikmenn að brjóta meira af sér og tuða. 

Loks kom að því að eitthvað gekk upp og Bjarni Gunnarson skoraði skallamark af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Birnis Snæs Ingasonar á 75. mínútu. 

Aðeins liðu fimm mínútur þar til Ágúst Eðvald  Hlynsson hafði jafnað í 1:1 þegar hann fylgdi eftir snöggri sókn Víkinga.  Á 83. mínútu fékk Ívar Örn Jónsson rautt spjald svo Víkingar voru einum fleiri í lokin og sóttu stíft en sigurmarkið kom ekki.

Liðin geta svo sem vel við unað að fá sitthvort stigið en miðað við hraðan leik og ágætis færi er það ekki mikið.   Víkingar náðu með þessu stigi að komast í 9. sætið og HK er eftir sem áður í því sjöunda.

Víkingur R. 1:1 HK opna loka
90. mín. Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skalla sem fer framhjá Erfitt færi. Steinliggur á eftir enda öxlin greinilega ekki í lagi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert