Ólafur Karl getur spilað gegn Val

Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Karl Finsen sem lánaður var frá Val til FH í sumar gæti mætt Val annað kvöld í Pepsí Max deild karla í knattspyrnu. 

Eins og fram hefur komið er um toppslag að ræða þar sem Valur er í efsta sæti og FH í 2. sæti. 

Félögin sömdu sérstaklega um hvað gera skyldi þegar þessi staða kæmi upp að liðinu myndu mætast. Haft er eftir Berki Edvardssyni, formanni knattspyrnudeildar Vals, á netmiðlinum Fótbolti.net að FH þurfi að greiða Val tiltekna upphæð sé leikmaðurinn notaður í leik á móti Val.

Ekki kom fram hver upphæðin er en FH-ingar geta þá ráðið því sjálfir hvort leikmaðurinn spili eða ekki. Stundum er samið um að leikmenn geti ekki mætt liðinu sem þeir eru félagsbundnir en það er ekki í tilfelli Ólafs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert