Katrín í þjálfarateymi KR

Katrín Ómarsdóttir verður aðstoðarþjálfari KR á komandi tímabili.
Katrín Ómarsdóttir verður aðstoðarþjálfari KR á komandi tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Ómarsdóttir verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs KR í fótbolta frá og með næstu leiktíð en félagið tilkynnti þetta í dag. Katrín er 33 ára og uppalin í KR en hún lék fyrst með liðinu 2001.

Miðjumaðurinn lék í áraraðir erlendis í atvinnumennsku með liðum eins og Liverpool, Doncaster, Kristianstad og Orange CW. Katrín hefur leikið 69 landsleiki og skorað í þeim tíu mörk.

Katrín kom aftur til KR árið 2017 og hefur alls leikið 119 leiki með liðinu í efstu deild og skorað í þeim 40 mörk. Katrín verður Jóhannesi Karli Sigursteinssyni til halds og trausts en Jóhannes tók við liðinu á síðasta ári.

KR leikur í 1. deild á næstu leiktíð. Liðið var í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert