Torfi Tímoteus í Fylki

Torfi Tímóteus eftir undirskriftina í dag ásamt Hrafnkatli Helgasyni, formanni …
Torfi Tímóteus eftir undirskriftina í dag ásamt Hrafnkatli Helgasyni, formanni meistaraflokksráðs karla í knattspyrnu hjá Fylki. Ljósmynd/Fylkir

Varnarmaðurinn Torfi Tímoteus Gunnarsson er genginn í raðir úrvalsdeildarliðs Fylkis í knattspyrnu. Torfi, sem kemur frá Fjölni, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Fylki.

Torfi er 21 árs gamall en býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hefur hann spilað 51 leik í efstu deild og skorað í þeim tvö mörk.

Torfi á einnig að baki 29 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað 3 mörk í þeim. Níu af þessum leikjum hafa komið með U21-árs landsliðinu, þar sem hann er enn gjaldgengur.

Torfi er uppalinn hjá Fjölni og hefur spilað með liðinu megnið af meistaraflokksferli sínum, en spilaði á láni hjá KA sumarið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert