Myndi aldrei segja nei við landsliðið

Kári Árnason vinnur skallabolta gegn Harry Kane í landsleik Íslands …
Kári Árnason vinnur skallabolta gegn Harry Kane í landsleik Íslands og Englands á Wembley í síðasta mánuði. AFP

Kári Árnason, varnarmaður Víkings í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu og áttundi leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, segist aldrei munu taka þá ákvörðun sjálfur að hætta að leika með landsliðinu.

„Ég mun aldrei ekki gefa kost á mér svo lengi sem ég er að spila. En hvort ég verði valinn, það er hins vegar allt annar handleggur. Það eru tvö ár í næsta stórmót. Ef ég myndi byrja það verkefni þá myndi ég eiga mjög erfitt með að klára það ekki. Það þýðir það að spila fótbolta áfram í tvö ár til viðbótar,“ sagði Kári í samtali við mbl.is í dag.

Kári sagði að ef hann héldi áfram með landsliðinu gæti það þess vegna verið í nýju hlutverki. „Ef ég er alveg heill og þeir telja mig hafa eitthvað til brunns að bera til þess að hjálpa liðinu þá myndi ég aldrei segja nei við þá. Það er bara svoleiðis, mér þykir það vænt um landsliðið. Að sama skapi getur það verið í hvaða hlutverki sem er. Ég er ekkert endilega hættur en það eru allar líkur á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert