„Árangurinn talar sínu máli“

Þorsteinn Halldórsson tolleraður af leikmönnum þegar Breiðablik varð meistari 2018.
Þorsteinn Halldórsson tolleraður af leikmönnum þegar Breiðablik varð meistari 2018. mbl.is//Hari

Knattspyrnudeild Breiðabliks sendir nýráðnum landsliðsþjálfara hlýjar kveðjur á samfélagsmiðlum um leið og deildin tilkynnti að Þorsteinn myndi láta af störfum sem þjálfari Breiðabliks. 

Í yfirlýsingunni frá Blikum stendur meðal annars:

„Þorsteinn tók við Blikaliðinu haustið 2014 og hefur á sínum tíma í Kópavoginum náð hreint frábærum árangri. Þrír Íslandsmeistaratitlar og tveir bikarmeistartitlar standa upp úr, auk þess sem Blikar komust í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu haustið 2019.

Breiðablik óskar Þorsteini til hamingju með nýja starfið. Það gleður okkur Blika sjá Steina fá þetta frábæra tækifæri og viljum við koma á framfæri innilegum þökkum til hans fyrir allt það sem hann hefur gert í sínum störfum fyrir Breiðablik. Það hefur verið eftir því tekið hvað Steini hefur náð vel til ungra leikmanna í Kópavoginum, enda hafa fjölmargir Blikar haldið út í atvinnumennsku og stigið sín fyrstu landsliðsskref.
Fagmennskan hefur ávallt verið í fyrirrúmi og árangurinn sannarlega talað sínu máli.
Blikar eru stoltir af þeim árangri sem samstarfið við Þorstein hefur skilað. Við óskum honum og KSÍ velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru. Takk Þorsteinn, áfram Breiðablik og áfram Ísland!“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert