Gagnrýni sem getur verið erfitt að höndla

„Ég tel að það sé ágætt fyrir mig að mín fjölskylda og mitt heimili er í Belgíu og ég get þess vegna kúplað mig aðeins út úr þessu,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Arnar Þór var ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu 22. desember síðastliðinn en hann tók við liðinu af Svíanum Erik Hamrén sem lét af störfum síðasta haust.

Arnar, sem er 42 ára gamall, hóf þjálfaraferil sinn hjá Cercle Brugge í Belgíu en hann stýrði U21-árs landsliði Íslands áður en hann tók við A-landsliðinu.

„Við sjáum bara þjálfara eins og Jürgen Klopp sem hefur átt mjög erfitt undanfarið en það er hluti af þessu og maður þarf að takast á við það ef og þegar til þess kemur,“ sagði Arnar meðal annars um gagnrýnina sem bíður hans ef liðið fer ekki vel af stað undir hans stjórn.

Viðtalið við Arnar Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert