Erum ekki að fara að búa til einhverja hermenn

„Það kemur að því að við þurfum að fara í einhvers konar afreksstarf,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Arnar Þór tók við sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ í apríl 2019 en hann var ráðinn þjálfari karlalandsliðsins í desember á síðasta ári.

Mikið hefur verið rætt um afreksstarf hér á landi fyrir leikmenn sem skara fram úr í sínum flokkum og Arnar segir það afar mikilvægt fyrir íslenska knattspyrnu.

„Ef við ætlum að taka næsta skref, nálgast þjóðirnar í kringum okkur og halda áfram að ná árangri í knattspyrnu þá verðum við að vera með afreksstarf frá og með ákveðnum aldri,“ sagði Arnar.

„Afreksstarf þarf ekki að vera þannig að við séum að fara að búa til einhverja hermenn úr leikmönnum heldur meira að vera með einstaklingsbundið plan fyrir 5% af leikmönnum í sínum flokkum,“ bætti Arnar við.

Viðtalið við Arnar Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert