Það var kominn tími til að vinna

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir úr Fylki með boltann.
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir úr Fylki með boltann. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst þetta bara frábær sigur og kominn tími til,“ sagði Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir, sem stóð sig með prýði í vörn Fylkis, sem vann Þrótt 4:2 í Laugardalnum í kvöld þegar leikið var í 7. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta, Pepsi-Max-deildarinnar.

„Við vissum að Þróttur myndi sækja stíft en ætluðum þá að vera með þétta vörn og leysa þetta saman. Það var ekkert stress hjá okkur þó þær skoruðu hjá okkur í lokin, við vorum alveg með þetta. Það var fínt að vinna þennan leik, byggir upp sjálfstraustið. Við höfum verið nálægt því að vinna í sumar svo það var frábært að gera svona út um leikinn,“ bætti Kolbrún Tinna við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert