Eyjamenn styrktu stöðuna í öðru sæti

Eyjamenn styrktu stöðuna í öðru sæti.
Eyjamenn styrktu stöðuna í öðru sæti. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV styrkti stöðu sína í öðru sæti Lengjudeildar karla í fótbolta með 2:0-heimasigri á Aftureldingu í dag.

Erfitt verkefni varð mun erfiðara fyrir Aftureldingu strax á 8. mínútu þegar Oskar Wasilewski fékk beint rautt spjald. Eyjamenn nýttu sér liðsmuninn því Breki Ómarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu.

Ellefu Eyjamönnum gekk illa að ganga frá Aftureldingu og hefðu Mosfellingar með smá heppni getað jafnað metin. Allt kom þó fyrir ekki og Seku Conneh gulltryggði sigur ÍBV með marki í uppbótartíma.

ÍBV er í öðru sæti með 29 stig, sex stigum á eftir Fram og sex stigum á undan Fjölni. Afturelding er í níunda sæti með 16 stig, sex stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert