Víkingar á toppinn eftir lygilega dramatík

Frá leiknum á Meistaravöllum í dag.
Frá leiknum á Meistaravöllum í dag. mbl.is/Arnþór

Víkingur úr Reykjavík er kominn í toppsæti Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir lygilegan 2:1-sigur á KR á útivelli í kvöld en þrjú rauð spjöld og átta gul fóru á loft í Vesturbænum í kvöld.

Víkingar eru með 45 stig fyrir lokaumferðina gegn 44 stigum hjá Breiðabliki sem tapaði á sama tíma 1:0 fyrir FH í Kaplakrika. Víkingar fá Leiknismenn í heimsókn í lokaumferðinni á laugardaginn kemur og verða Íslandsmeistarar ef þeim tekst að knýja fram sigur. Misstígi þeir sig getur Breiðablik náð titlinum með því að sigra HK á sama tíma.

Ósigurinn getur að sama skapi reynst dýrkeyptur KR-ingum í baráttunni um þriðja sætið. Þeir misstu það í hendur KA-manna en þriðja sætið getur gefið keppnisrétt í Evrópukeppni, fari svo að Víkingar verði bikarmeistarar í haust.

Það var mikill hiti í leiknum frá upphafi og en KR-ingar komust snemma yfir með marki Kjartans Henry Finnbogasonar á níundu mínútu. Atli Barkarson jafnaði metin skömmu síðar með marki á 16. mínútu eftir að KR-ingar misstu boltann klaufalega frá sér á miðjunni.

Eftir jöfnunarmarkið voru liðin dugleg að sækja hvort á annað og áttu bæði KR og Víkingur efnilegar sóknir og var greinilega mikill hiti í mönnum. Bæði lið voru líkleg til að koma inn seinna markinu.

Næsta mark lét þó bíð eftir sér en það var ekki fyrr en á 87. mínútu sem að Víkingar komust yfir þegar Helgi Guðjónsson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Loga Tómassonar. Leikurinn var þó hvergi nærri búinn enda KR-ingar búnir að vera hættulegir frá fyrstu mínútu. 

Það ætlaði síðan allt að sjóða upp úr í uppbótartíma þegar að brot virtist eiga sér stað í vítateig Víkinga. Dómari virðist byrja á að dæma hornspyrnu en sá dómur endaði í vítaspyrnu. Mikill ágreiningur átti sér stað milli leikmanna á meðan þessu stóð og virtust hnefar fara á loft. Kjartan Henry Finnbogason, framherji og markaskorari KR-inga, endar á að fá á sig rautt spjald og Þórður Ingason, varamarkmaður Víkinga. 

Dramatíkinni var þó ekki lokið en Ingvar Jónsson gerði sér lítið fyrir og varði vítið frá Pálma Rafni Pálmasyni við mikinn fögnuð Víkinga.

Við lok leiks fær fékk aðstoðarþjálfari Víkinga Hajrudin Cardaklija þriðja rauða spjald leiksins, og þar með voru ellefu spjöld komin á loft.

KR 1:2 Víkingur R. opna loka
90. mín. Mikill hiti er búinn að vera í leiknum. Ef Víkingur vinnur eru þeir komnir í fyrsta sæti deildarinnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert