Vilhjálmur segir Birni hafa búið til snertingu

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson knattspyrnudómari.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson knattspyrnudómari. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Knattspyrnudómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson gaf Birni Snæ Ingasyni, leikmanni HK, annað gult spjald og þar með rautt fyrir meintan leikaraskap í leik liðsins gegn Stjörnunni í úrvalsdeild karla í Kórnum í kvöld.

Birnir Snær fékk gult spjald fyrir að stöðva hraðaupphlaup á 71. mínútu og síðara gula spjald sitt á 75. mínútu. Hann féll þá í vítateignum.

„Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur, ég stóð beint fyrir aftan. Það er snerting milli HK leikmannsins og Stjörnu leikmannsins en í þessu atviki er það HK-maðurinn sem býr til snertingu og fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu.

Þess vegna gef ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald,“ sagði Vilhjálmur Alvar í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik.

Þessar skýringar Vilhjálms Alvars hafa vakið mikla furðu, þar á meðal hjá Birni Snæ sjálfum. „Við erum öll að horfa á sama atvikið og hann er sá eini sem segir að um dýfu sé að ræða.

Hann tekur þessa ákvörðun og maður verður að virða það, en þegar hann fær að sjá atvikið aftur finnst mér lélegt að hann geti ekki játað mistök.

Hann þarf ekki að dæma víti en þetta er náttúrulega aldei dýfa og hann gat látið leikinn halda áfram því við vorum í bullandi sókn,” sagði hann í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Birnir Snær Ingason í leik með HK gegn Leikni fyrr …
Birnir Snær Ingason í leik með HK gegn Leikni fyrr í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert