Lygileg endurkoma Skagamanna – HK á leið niður

Skagamenn fagna vel og innilega í dag.
Skagamenn fagna vel og innilega í dag. Ljósmynd/Víkurfréttir/Jóhann

ÍA skoraði þrjú mörk á átta mínútna kafla og sneri því sem virtist vera vonlaus staða sér í vil í Keflavík í mögnuðum fallbaráttuslag.

Keflavík komst í 0:2 með mörkum frá Ástbirni Þórðarsyni og sjálfsmarki hjá Óttari Bjarna Guðmundssyni.

Sjálfsmark Óttars Bjarna kom á 63. mínútu en Skagamenn létu ekki deigan síga og skoruðu á 67., 71. Og 75. mínútu.

Mörkin skoruðu Alex Davey, Guðmundur Tyrfingsson og Sindri Snær Magnússon.

Staðan er því 3:2, Skagamönnum í vil þegar rúmar 10 mínútur eru eftir af leiknum í lokaumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.

Á sama tíma er Breiðablik að vinna HK og því eru HK-ingar á leið niður sem stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert