Blikar styrkja sig

Blikar hafa bætt við sig athyglisverðum miðjumanni.
Blikar hafa bætt við sig athyglisverðum miðjumanni. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við venesúelska miðjumanninn Juan Camilo Pérez um að leika með karlaliði félagsins næstu tvö ár. Hann kemur frá Carabobo, sem leikur í efstu deild Venesúela.

Frá þessu er greint á Blikar.is, stuðningsmannasíðu Breiðabliks.

Þar er Pérez lýst sem leikmanni sem geti leyst margar stöður á vellinum, hann búi yfir miklum hraða og sé afar leikinn með boltann.

„Við erum mjög ánægðir með að hafa fengið Juan Camilo í okkar raðir. Við höfum fylgst með honum í töluverðan tíma og teljum að hann muni styrkja Breiðabliksliðið mikið bæði sóknar- og varnarlega.

Hann hefur alla þá eiginleika sem við leitum að í leikmönnum, er ungur, orkumikill, fljótur og ákveðinn og við hlökkum til að fá hann til okkar í byrjun janúar,” er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert