Æfir með Zagreb

Sigurður Bjartur Hallsson í leik með Grindavík.
Sigurður Bjartur Hallsson í leik með Grindavík. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sóknarmaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson, leikmaður karlaliðs KR í knattspyrnu, æfir um þessar mundir með króatíska úrvalsdeildarliðinu Lokomotiva Zagreb.

Jóhann Már Helgason greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum.

Sigurður Bjartur gekk til liðs við KR í október síðastliðnum eftir að hafa staðið sig afar vel með uppeldisfélagi sínu, Grindavík, í næstefstu deild á síðasta tímabili.

Í þriggja ára samningi hans við Vesturbæjarliðið er þó klásúla þess efnis að hann megi fara til erlends liðs bjóðist honum það.

Fór Sigurður Bjartur á reynslu til norska B-deildarliðsins Kongsvinger skömmu eftir að hann samdi við KR og slóst í för með Lokomotiva Zagreb í æfingaferð á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert